laugardagur, 25. nóvember 2017
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eldur í færeyskum báti – MYNDBAND

11. janúar 2017 kl. 11:45

Eldur um borð í Vesturlandi. (Mynd: Færeyska strandgæslan).

Tíu manna áhöfn var bjargað með þyrlu.

Færeyska strandgæslan hefur sent frá sér myndband af aðstæðum þegar reynt var að slökkva eld sem kom upp í færeyska skipinu Vesturlandi um síðustu helgi á Færeyjabanka. 

Það var um hádegisbil á laugardag að skipið sendi út neyðarkall. Þyrla var send á staðinn og bjargaði hún tíu manna áhöfn skipsins. 

Mennirnir voru vel á sig komnir en nokkrir höfðu andað að sér reyk og voru sendir til skoðunar á sjúkrahús. Strandgæsluskip voru send út til að slökkva eldinn og draga skipið að landi. 

Sjá nánar myndband af vettvangi HÉR.