sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Engin vandræði við sölu á mjöli frá Íslandi

5. ágúst 2009 kl. 12:24

,,Það hafa ekki verið nein vandræði við að afsetja mjöl í sumar og engin birgðasöfnun. Veiðar okkar á makríl eru bæði löglegar og undir stjórn þannig að það er rangt að tala um óheftar veiðar,” sagði Jóhann Pétur Andersen framkvæmdastjóri Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda í samtali við Fiskifréttir.

Á sjávarútvegsvefnum Intrafish í gær var haft eftir gæðastjóra norska fóðurrisans EWOS að fyrirtækið ætlaði að hætta að kaupa afurðir frá Íslandi þar sem það telji veiðar Íslendinga á makríl stjórnlausar. Hann sagði að EWOS hefði ekki sett Ísland á svartan lista en bætti því við að hráefni sem fyrirtækið notaði yrði að koma úr veiðum sem væri stjórnað.

Í dag birtist síðan leiðrétting á Intrafish-vefnum þar sem kvað við nokkuð annan tón. Nú segir annar talsmaður EWOS að fyrirtækið hafi hætt að kaupa makrílmjöl frá Íslandi tímabundið vegna þess að gæði og ferskleiki hráefnisins yfir sumarmánuðina sé ekki  viðunandi fyrir laxafóður.

,,Rétt er að við kaupum ekki fiskafurðir úr veiðum sem taldar eru ósjálfbærar. Staðan varðandi makrílveiðar Íslendinga er hins vegar sú, að okkar dómi, að um sé að ræða pólitíska kvótaumræðu sem ekki hafi verið til lykta leidd fremur en deilu um það hvort veiðarnar séu sjálfbærar,” segir Einar Wathne aðstoðarframkvæmdastjóri EWOS.

Jóhann Pétur Andersen kvaðst hafa talað við tvo íslenska mjölsala í morgun og þeir könnuðust ekki við kvartanir um að gæðum mjöls frá Íslandi væri ábótavant. ,,Mjölsalan hefur gengið mjög vel. Í júnílok voru 12.000 tonnum minni mjölbirgðir í landinu en á sama tíma í fyrra og 33.000 tonnum minni en í hittifyrra. Það er engin birgðasöfnun í mjöli og samningar fyrirliggjandi á bak við allt það mjöl sem er í landinu,” sagði Jóhann Pétur.

Hann bætti því við að það væri sameiginlegt áhugamál allra sem að makrílveiðunum kæmu hérlendis að ná einhverri lendingu í þessu deilumáli og að Íslendingar fengju sinn réttmæta hlut af kvótanum. Þá má nefna að fóðurrisarnir Skretting og EWOS hafa hvatt til þess í yfirlýsingu að deilan verði leyst eins fljótt og kostur er.