miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Engu íslensku fiskiskipi hefur hvolft frá árinu 2002

7. maí 2009 kl. 08:50

átak í mælingum á stöðugleika skipa skilar árangri

Með samanburði sem V.E.R. Skiparáðgjöf og Siglingastofnun tók saman á tölum milli ára hefur komið í ljós að frá árinu 2002 hefur ekkert íslenskt fiskiskip farist með þeim hætti að því hafi hvolft. Er það framhald af ánægjulegri þróun sem varð árin þar á undan þar sem slysum af þeim toga fækkaði stöðugt, en skortur á stöðugleika var til langs tíma alvarlegt vandamál á íslenskum fiskiskipum.

Frá þessu er skýrt á vef Siglingastofnunar. Af þeim 159 þilfarsskipum sem fórust á árunum 1969-2004, hvolfdi 71 skipi og með þeim fórust 129 sjómenn.

Á árunum 1992-2000 stóð Siglingastofnun Íslands fyrir miklu átaki í mælingum á stöðugleika fiskiskipa, en árangurinn af því varð mjög góður. Mörg skip voru lagfærð, en þau með minnsta stöðugleikann úreld þar sem kostnaður við lagfæringar hefði orðið of mikill.

Einnig var átak gert til að kynna og fræða sjómenn um mikilvægi stöðugleika skipa, bæði með útgáfu á vegum Siglingastofnunar og í kennslu í Stýrimannaskólum.

Sjá nánar á vef Siglingastofnunar, HÉR