sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Eskja fordæmir vinnubrögð sænskra sjónvarpsmanna

23. mars 2009 kl. 09:29

Stjórn Eskju hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af sænska sjónvarsþættinum Uppdrag Granskning sem sýndur var í sænska ríkissjónvarpinu 25. febrúar síðastliðinn og fjallaði að miklu leyti um neyslu á laxi, laxeldi og fóðrun á eldisfiski.

Í yfirlýsingunni segir:

,,Fullyrðingar og framkoma starfsmanns Eskju hf. í þættinum endurspeglar á engan hátt viðhorf félagsins né eigenda þess. Sænsku sjónvarpsmennirnir nálguðust félagið á fölskum forsendum og viðkomandi starfsmaður var fenginn til viðtals á eigin ábyrgð. Markmið Svíanna var að fjalla um venjulegan mann í íslensku sjávarþorpi en ekki átti að nota framlag hans í því samhengi sem síðar varð ljóst. Harmar stjórn Eskju hf. þessi vinnubrögð sænska sjónvarpsfólksins við gerð þáttarins.

Stjórn Eskju hf. gerir auk þess fyrirvara um framsetningu þáttarins varðandi  veiðar fyrirtækisins á uppsjávarfiski og viðskipti félagsins við norska fóðurframleiðendur.

Eskja hf. er sjávarútvegsfyrirtæki á Eskifirði með 70 starfsmenn. Félagið gerir út tvö uppsjávarveiðiskip og starfrækir hágæða fiskimjölsverksmiðju. Eskja hf. er aðili að yfirlýsingu sjávarútvegsráðuneytisins um ábyrgar fiskveiðar á Íslandsmiðum og hagar starfsemi sinni í samræmi við það.

Vegna frétta á Visir.is um verksmiðjustjóra Eskju hf.  

Að gefnu tilefni vill Eskja hf. taka það fram að verksmiðjustjóra félagsins hefur ekki verið vikið úr starfi vegna fréttaskýringaþáttar eins og komið hefur fram í íslenskum fréttamiðlum. Hinsvegar voru skipulagsbreytingar gerðar á félaginu og ráðinn nýr yfirmaður yfir mjöl og lýsisdeild með breyttar áherslur. Verksmiðjustjóri Eskju hf. starfar enn og mun starfa hjá félaginu og heyrir undir nýjan yfirmann mjöl og lýsisdeildar.