miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fá erlend fiskiskip í lögsögunni í júlí

3. september 2008 kl. 15:33

Rólegt var yfir veiðum erlendra skipa í landhelginni í júlímánuði. Þrjú færeysk línuveiðiskip lönduðu afla í júlí alls 116 tonn.

Mest var um ufsa og löngu í aflanum eða rúmlega 27 tonn í hvorri tegund og þorskur var rúmlega 24 tonn.

Eitt norskt skip landaði ennfremur afla sem fenginn var úr landhelginni, alls tæplega 40 tonn. Mest var um keilu í aflanum eða 21,6 tonn og löngu eða 13 tonn.

Nýjar töflur sem sýna skiptingu afla erlendra ríkja eftir tegundum er hægt að sjá á vef Fiskistofu. Sjá HÉR.