mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Faxi með mestan gulldepluafla

22. janúar 2010 kl. 15:00

Um miðja vikuna var búið að tilkynna um löndun á um 11 þúsund tonnum af gulldeplu á yfirstandandi fiskveiðiári en 13 skip hafa stundað þessar veiðar.

Faxi RE hefur landað mestum afla eða um 2.400 tonnum samkvæmt tölum sem Fiskifréttir fengu hjá Fiskistofu. Ingunn AK hefur landað 1.921 tonni og í þriðja sæti er Hoffell SU með 1.679 tonn. Lundey NS hefur landað 999 tonnum. Þrjú skip HB Granda hafa því landað samtals rúmum 5.300 tonnum eða rétt tæpum helmingi alls gulldepluaflans.