mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Faxi RE fann loðnu

6. janúar 2009 kl. 18:34

Faxi RE, sem er eitt fjögurra skipa í yfirstandandi loðnuleit, fann loðnutorfu norðaustur af Langanesi klukkan 3,30 síðastliðna nótt og tók sýni, að því er fram kemur á vefsíðu áhafnarinnar. Faxi, Lundey og Börkur, sem aðstoða rannsóknaskipið Árna Friðriksson eru öll með tækjabúnað sem gerir þeim kleift að mæla loðnu með sambærilegum hætti og rannsóknaskipið og senda gögnin milli skipa.

Engar frekari fréttir eru af loðnuleitinni ennþá en margir bíða spenntir.