fimmtudagur, 24. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ferskur þorskur blómstrar á Frakklandsmarkaði

21. desember 2009 kl. 15:00

Sala á ferskum þorski á Frakklandsmarkaði jókst um 52,2% í magni á fyrstu tíu mánuðum ársins og um 35,5% í verðmæti miðað við sama tíma árið 2008.

Samkvæmt opinberum tölum keyptu franskir neytendur 15.092 tonn af ferskum þorski frá 1. janúar í ár fram til 1. nóvember. Í októbermánuði einum til að mynda voru keypt 1.443 tonn af ferskum þorski sem er 65,2% aukning frá október 2008.

Heildarsalan á ferskum þorski fyrstu 10 mánuði ársins 2009 nam 298,5 milljónum dollara eða sem svarar um 38 milljörðum króna íslenskum. Meira en 34% heimila í Frakklandi hafa keypt þorsk á árinu 2009.

Meðalverð á ferskum þorski fyrstu 10 mánuði ársins hefur lækkað um 11% miðað við sama tíma í fyrra. Verðið féll úr 22,24 dollurum (2.800 kr. ísl.) á kíló árið 2008 í 19,79 dollara í ár (2.500 kr. ísl.)

Heimild: IntraFish