mánudagur, 25. mars 2019
 

Breskir sjómenn sakaðir um stórfellt brottkast

Enginn undirmálsfiskur reyndist í aflanum. Talið að um 7.500 tonnum af smáþorski hafi verið hent í sjóinn við veiðar í Norðursjó á síðasta ári.

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Fín kolmunnaveiði í haugabrælu

21. nóvember 2018 kl. 09:35

Víkingur AK, hinn nýi. (Mynd af heimasíðu HB Granda).

Töluvert af skipum í færeysku lögsögunni og þeim fer fjölgandi.

Víkingur AK kom til hafnar á Vopnafirði um miðnætti með um 1.800 tonn af kolmunna. Albert Sveinsson, skipstjóri, segir í frétt á vef HB Granda að um feitan og fallegan fisk sé að ræða sem fékkst sunnarlega í færeyskri lögsögu.

„Þetta var barningur en þó lentum við í smá hrotu þar sem hægt var að hífa tvisvar á dag. Verst að það var haugabræla þessa sömu daga en það tjáði ekkert að hugsa um það,“ segir Albert.

Kolmunninn á svæðinu er á suðurleið til hrygningar eftir að hafa verið á ætisslóð í Norðurhöfum í sumar og Albert segir að reynslan sýni mönnum að veiðin geti glæðst upp úr þessu.

„Það var töluvert af skipum komið á svæðið og þeim fer fjölgandi. Nokkur íslensk skip voru þarna að veiðum en annars voru skipin frá ýmsum þjóðríkjum,“ sagði Albert.