þriðjudagur, 11. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fínasta humarveiði fram undir það síðasta

27. nóvember 2009 kl. 12:00

Humarvertíð er nú að ljúka en hún  hefur staðið óvenjulengi að þessu sinni. Síðustu vikur og mánuði hafa humarbátarnir verið mikið vestan við landið, á Eldeyjarsvæðinu og í Jökuldýpinu, og hefur veiðin verið hin prýðilegasta allt fram í vertíðarlok.

,,Það er langt síðan veiðisvæði humars hefur verið svona norðarlega. Frá því að ég byrjaði á humarveiðum man ég aðeins eftir einni vertíð fyrir nokkrum árum þegar svolítil veiði var í Jökuldýpinu, en annars þarf að fara marga áratugi aftur í tímann til þess að finna fordæmi fyrir slíku. Líklega hefur hlýnandi sjór þarna einhver áhrif,” segir Einar G. Guðnason skipstjóri á Jóni á Hofi ÁR frá Þorlákshöfn í viðtali við Fiskifréttir.

Sjá viðtalið við Einar í heild í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.