sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Fish and Chips: Verð á íslenskum þorski ótrúlega lágt

7. mars 2009 kl. 09:26

,,Verð á íslenskum þorski er ótrúlega lágt. Ég hef aldrei keypt eins mikið inn af íslenskum fiski áður, hingað til hefur hann allur komið frá Færeyjum,” segir Gregg Howard varaformaður samtaka Fish and Chips búða í Bretlandi í samtali við sjávarútvegsvefinn IntraFish. 

Douglas Roxburgh formaður samtakanna segir í samtali við IntraFish að lágt verð á þorski frá Íslandi geri það að verkum að síður þurfi að leita að ódýrari valkostum.

Alaskaufsi var settur á matseðla margra Fish and Chips búða í Bretlandi á síðasta ári sem ódýr valkostur við þorsk og ýsu þegar verðið á þeim var hátt. Nú hefur dæmið snúist við í verðlagningu á þessum tegundum og alaskaufsinn er lítið notaður lengur í þessa fiskrétti.

Verðhækkunin á alaskaufsanum kemur til vegna þess að samdráttur hefur orðið í veiðiheimildum á þessari tegund. Á sama tíma hefur verð á þorsk og ýsu lækkað mikið ytra. Á vef IntraFish er fullyrt að ýsuverðið í Bretlandi sé nú 50% lægra en það var í fyrra þegar það komst hæst. Ýsan fáist nú á lægra verði en alaskaufsi. 

Fish and Chips verslanir í Bretlandi eru um níu þúsund talsins og eru þorskur og ýsa langvinsælustu fisktegundirnar.