fimmtudagur, 26. apríl 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskafli í apríl rúm 109 þúsund tonn

16. maí 2017 kl. 09:45

Sex hundruð tonna kolmunnahol hjá Beiti NK. Ljósm. Tómas Kárason

Munar mest um aukinn kolmunnaafla

Fiskafli íslenskra skipa í apríl var rúmlega 109 þúsund tonn sem er 5% meira en heildaraflinn í apríl 2016, að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar. 

Í tonnum talið munar mestu um aukinn kolmunnaafla en af honum veiddust 67 þúsund tonn samanborið við 56 þúsund tonn í fyrra. Botnfiskafli dróst hins vegar saman á milli ára en tæp 40 þúsund tonn veiddust af botnfisktegundum samanborið við rúm 43 þúsund tonn í apríl 2016.  Rúm 18 þúsund tonn veiddust af þorski sem er 10% minna í apríl 2016.

 Á 12 mánaða tímabili frá maí 2016 til apríl 2017 hefur heildarafli dregist saman um 59 þúsund tonn eða 5% samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr.

 Afli í apríl metinn á föstu verðlagi var 10,7% minni en í apríl 2016.