mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskaren: Sjávarútvegsráðherrann verður ,,ofurráðherra"

2. febrúar 2009 kl. 00:56

Norska sjávarútvegsblaðið Fiskaren sagði frá því í forsíðufrétt á vef sínum í gær að Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna verði nýr landbúnaðar-, fjármála- og sjávarútvegsráðherra, og kallar hann „ofurráðherra“.

Í fréttinni segir að VG sé systurflokkur SV í Noregi og þar með hafi SV fjármálaráðherra bæði í Noregi og á Íslandi. Þá segir í fréttinni að nýi fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrann hafi einu sinni áður verið landbúnaðarráðherra, en það hafi verið fyrir 18 árum.