mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskeldi Norðmanna yfir milljón tonn

20. janúar 2010 kl. 13:56

Á þessu ári verða þau tímamót í fiskeldi í Noregi að framleiðslan fer yfir eina milljón tonna í fyrsta sinn. Þar af er gert ráð fyrir að eldislax verði 930 þúsund tonn, eldisurriði 65 þúsund tonn og eldisþorskur 18 þúsund tonn.

Á nýliðnu ári nam heildarframleiðsla Norðmanna af eldisfiski 856 þús. tonnum og verður aukningin á þessu ári í laxaframleiðslunni en töluverður samdráttur er áætlaður í urriðanum. Þorskeldið mun standa í stað milli ára.

Heildarframleiðsla á atlantshafslaxi í heiminum á árinu 2009 nam 1.460 þús. tonnum, þar af var hlutur Noregs 856 þús. tonn, Chile 234 þús. tonnum (41% samdráttur vegna sýkingar), Bretlandseyja 145 þús. tonnum, Kanada 114 þús. tonnum, Færeyja 48 þús. tonnum, Bandaríkjanna 16 þús. tonnum, Íra 15 þús. tonnum og annarra ríkja 33 þús. tonnum.

Þessar upplýsingar eru teknar saman af Kontali Analyses í Noregi og birtar á vef IntraFish.