mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskisaga lækkar verð á fiski um rúm 30% að meðaltali

9. mars 2009 kl. 13:55

Fimm fiskbúðir undir merkjum Fiskisögu munu í dag lækka fiskverð um allt að 50%. Misjafnt er hversu mikið vörur lækka en yfir heildina er um að ræða lækkun upp á rúm 30%. Fiskbúðirnar eru á sama tíma að breyta um áherslur. Vöruúrval verður aukið og verður meira lagt upp úr minna unnu hráefni sem skapar enn frekara svigrúm til verðlækkunar

Þrjár meginástæður eru sagðar skapa aðstæður fyrir svo mikilli lækkun. Fiskverð á mörkuðum hefur lækkað umtalsvert síðustu vikur. Móðurfélag Fiskisögu hefur ákveðið að lækka álagningu í verslunum og loks næst fram enn meiri lækkun á vörum sem eru lítið unnar.

Á heimasíðu Fiskisögu segir að óvíst sé hver þróun fiskverðs verði á næstunni en telja verði ólíklegt að það hækki mikið. Fiskisaga sé hins vegar háð verði á mörkuðum og muni þurfa að endurskoða verð á nýjan leik, verði miklar breytingar á því, hvort sem er til lækkunar eða hækkunar.

Nánari upplýsingar má sjá á vefsíðu Fiskisögu, HÉR