fimmtudagur, 24. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskmarkaðir: 50% hækkun í desember

5. janúar 2010 kl. 09:57

Meðalverð á íslensku fiskmörkuðunum í desember síðastliðnum var 50% hærra en í desember 2008 eða rúmlega 283 krónur á kílóið samanborið við rúmlega 188 kr/kg. Þetta er 1,8% hærra en í nóvember 2009 en þá var meðalverðið 278 kr/kg.

Samkvæmt upplýsingum Reiknistofu fiskmarkaða var selt fyrir 1.751 milljón króna í nýliðnum desember sem eru langmestu verðmæti sem sést hafa í þeim mánuði. Aukningin nemur 36% en í desember 2008 nam salan 1.287 milljónum króna.

Selt magn í desember nam 6.182 tonnum sem 9,5% minna en í desember 2008 (6.829 tonn).