föstudagur, 26. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskmarkaðir: Meðalverðið í febrúar 2,5% hærra en í fyrra

11. mars 2008 kl. 16:35

Í febrúar síðastliðnum var meðalverð á fiskmörkuðum landsins 170,42 krónur á kíló sem er 2,5% hærra en árið 2007. Þetta er hæsta meðalverð í þessum mánuði frá árinu 2002 en þá var meðalverðið 186,94 kr./kg í febrúar, að því er fram kemur á vef Reiknistofu fiskmarkaða.

Seld voru 9,273 tonn á fiskmörkuðunum í febrúar síðastliðnum sem er 15,96% minna magn en á sama tíma í fyrra. Heildarverðmæti sölunnar í mánuðinum nam 1.580 milljónum króna sem er 13,8% lækkun frá í fyrra. Reyndar má taka fram að febrúar í fyrra var langstærsti febrúarmánuður frá upphafi í verðmætum talið á fiskmörkuðum landsins. Febrúar í ár er því sá annar stærsti.