föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskmarkaðir: Næstmesta aprílsala frá upphafi

5. maí 2009 kl. 16:24

Í nýliðnum aprílmánuði nam salan á íslensku fiskmörkuðunum 1.645 milljónum króna.  Þetta er næstmestra sala í apríl frá upphafi markaðanna. Aðeins í fyrra var söluverðmætið meira eða 1.799 milljónir.  Samdrátturinn milli ára er 8,6%.

Seld voru 8.701 tonn í mánuðinum sem er í meðallagi.  Í apríl 2008 voru seld 10.374 tonn.  Þetta er 16% samdráttur sem skýrist meðal annars á því að páskarnir voru í apríl þetta árið en í mars í fyrra.

Meðalverð í apríl í ár var 189,01 kr/kg sem er 9% hærra en í apríl 2008.  Þetta er hæsta verð sem sést hefur í aprílmánuði. Hægt er að sjá þróun meðalverðs á hinum ýmsu tegundum á vefsíðu RSF (www.rsf.is).