sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskur og franskar blómstra í Bretlandi

24. ágúst 2009 kl. 15:00

Um 15 milljónir fleiri skammtar af djúpsteiktum fiski hafa selst það sem af er þessu ári í Bretlandi heldur en á sama tíma í fyrra samkvæmt könnum sem unnin var á vegum UK Sea Fish Industry Authority.

Þessar upplýsingar koma fram á IntraFish. Þar segir ennfremur að rétt rúmur helmingur þessara skammta sé keyptur á fish & chips-stöðum. Salan hafi aukist talsvert því viðskiptavinir leggi leið sína þangað oftar en áður. ,,Viðskiptavinir okkar eru tryggir og hvað sem á dynur í fjármálaheiminum hafa þeir enn traust á djúpsteiktum fiski og frönskum,“ er haft eftir einum eiganda fish&chips-staðar. Hann bendir á að æ fleiri Bretar kaupi nú fisk og franskar í stað þess að fara út að borða.

Sala á fiski og frönskum eykst meira en sala á öðrum skyndibitum. Þetta gerist þrátt fyrir það að flestir þessara staða eru í eigu sjálfstæðra aðila og þeir njóta því ekki góðs af gríðarlegri markaðssetningu stærri veitingahúsakeðja.

,,Verð ræður mestu um ákvörðun neytenda við núverandi aðstæður. Fish&chips-staðir í Bretlandi bjóða upp á gæðamáltíð á góðu verði og þetta er heilnæmasti skyndibitinn sem hægt er að taka með sér,“ er haft eftir einum aðstandenda könnunarinnar.

Í könnuninni kemur ennfremur fram að enn sé tækifæri fyrir staði sem selja fisk og franskar til að auka viðskiptin meðal annars með því að leggja meiri áherslu á að markaðssetja staðina meðal þeirra sem kaupa sér skyndibita á daginn, sérstaklega í hádeginu. Þá segir að fiskur og franskar sé talin vera þægileg máltíð fyrir alla fjölskylduna. Því sé svigrúm til að auka söluna með því að ná til yngstu hópanna með því að bjóða sérstakar barnastærðir og frítt gos með!