miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskur verði ekki fluttur óunninn úr landi

11. febrúar 2009 kl. 14:28

Starfsgreinasambandið segir unnt að fjölga störfum með því

Starfsgreinasambandið vill að komið verði í veg fyrir að fiskur sé fluttur úr landi óunninn. Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambandsins og Aðalsteinn Baldursson formaður matvælasviðs þess sem gengu á fund sjávarútvegsráðherra í morgun og ræddu málið við hann, en á síðasta fiskveiðiári voru flutt út 57 þúsund tonn af óunnum fiski.

Starfsgreinasambandið telur hægt að fjölga störfum verulega með því að vinna fiskinn frekar innanlands.  Aðalsteinn Baldursson vonar að reglur um þetta líti dagsins ljós fljótlega, eftir að hafa rætt við ráðherra.  Þeir sjái fyrir sér að allt verði gert til þess að þessi afli verði unnin hér á landi. Það hafi verið mistök að afnema kvótaskerðingarálag í fyrra því það hafi orðið til þess að fiskur fer í miklum mæli óunninn úr landi. Við það verði ekki unað.

Ríkisútvarpið skýrði frá þessu.