fimmtudagur, 24. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskurinn minnkar stöðugt

21. júlí 2009 kl. 15:00

Fiskar á í Evrópu minnka stöðugt að því er fram kemur í nýrri skýrslu vísindamanna sem sagt er frá í Fiskeribladet/Fiskarin. Hlýnun jarðar er talin vera orsökin.

Vísindamennirnir hafa rannsakað fiskstofna í Norðursjónum, Eystrasalti og aðliggjandi ám. Fiskar í Evrópu ná að meðaltali aðeins helmingi af þeirri stærð sem áður var og smáfiskar eru stöðugt stærri hluti að stofninum. Talsmaður vísindamannanna segir að stærð fiska ráðist af fjölmörgum þáttum í lífríkinu, meðal annars hæfileikanum til að tímgast. 

Minni fiskar framleiða oft færri hrogn en þeir stærri og það þýðir einnig að minna er fyrir þá að hafa sem eru ofar í fæðukeðjunni. Það hefur víðtæk keðjuverkandi áhrif. Á síðustu 20-30 árum hafa fiskar minnkað um helming og fiskstofnar hafa rýrnað um 60% á sama tíma.