fimmtudagur, 24. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjárfest í búnaði sem nýtist loðnurannsóknum

28. mars 2008 kl. 16:23

Síldarvinnslan telur brýnt að auka rannsóknir á loðnustofninum. Í því skyni hefur verið fjárfest í búnaði fyrir skip félagsins sem nýst getur til rannsókna á honum.

Ekki verður við það búið lengur að rannsóknir á loðnustofninum séu háðar útgerð tveggja skipa og sífelldar deilur standa um stýringu þeirra, segir í frétt frá fyrirtækinu. 

Síldarvinnslan telur brýnt að útgerðin og Hafrannsóknarstofnunin sameinist um gagnaöflun sem nýst geti við mat á stofninum. Loðnukvóti í ár var minni en væntingar stóðu til, mikil óvissa ríkti allt til loka vertíðar sem gerði allt skipulag erfitt.

Samdráttur í loðnuveiðum undanfarin ár hefur komið harkalega niður á fiskimjölsverksmiðjum félagsins.