miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjölmennur fundur um hvalveiðimál á Akranesi

6. febrúar 2009 kl. 12:26

Húsfyllir var í Bíóhöllinni á Akranesi í gærkvöldi á opnum fundi um hvalveiðimál. Það var Verkalýðsfélag Akraness og Akraneskaupstaður sem boðaði til fundarins í ljósi ákvörðunar Steingríms J Sigfússonar um að gefa út viðvörun um að hugsanlega yrði afturkölluð reglugerð fyrirrennara hans, Einars Kr. Guðfinnssonar, um leyfi til veiða á 150 langreyðum á ári og 200 hrefnum.

Til fundarins voru boðaðir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra og Steingrímur J Sigfússon sjávarútvegsráðherra. Tveir fyrrnefndu ráðherrarnir mættu ekki. Óhætt er að segja að Steingrímur J hafi á fundinum setið andspænis hátt í 300 fylgjendum hvalveiða og því átt í vök að verjast. Sagðist hann þó hvergi banginn, hann hafi áður mætt andstreymi þegar hann hafi þurft að verja umdeildar ákvarðanir.

Sjá nánar um fundinn á skessuhorn.is, HÉR