þriðjudagur, 11. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Flök af eldisfiskinum tilapia 30% dýrari en þorskflök

26. febrúar 2009 kl. 12:48

Eldisfiskur frá Asíu hellist yfir Evrópu

Þessa dagana er Waitrose verslunarkeðjan í Bretlandi að selja kílóið af þorskflökum á 13 evrur en kílóið af tilapia flökum á 17 evrur. Tilapia flökin eru því um 30% dýrari en þorskflökin.

Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda vekur athygli á þessu í grein í Fiskifréttum í dag, en tilapia, öðru nafni beitarfiskur, er mjög þekktur eldisfiskur sem gríðarmikið er framleitt af, aðallega í Asíu en einnig í Afríku og Mið- og Suður-Ameríku. Ársframleiðslan er að nálgast þrjár milljónir tonna eða næstum fjórfalt meira en veiðist af þorski í Atlantshafi.

Eldisfiskur á borð við tilapia og pangasius hellast nú yfir Evrópumarkað í síauknu mæli og sækja hart að villtum tegundum eins og þorski.

Sjá greinina í heild í Fiskifréttum sem fylgir Viðskiptablaðinu í dag.