sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Flottrollshlerar reyndir við botntroll með góðum árangri

15. júní 2009 kl. 13:31

Barði NK-120 hefur frá 16. maí prófað að nota flottrollshlera framan við hefðbundið botntroll.  Hlerarnir eru frá Thyboron í Danmörku, tegund 15 VF.  Trollið er Hemmer T-90 frá Fjarðaneti.

Bjarni Ólafur Hjálmarsson skipstjóri á Barða NK segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað að þeir hafi reynt hlerana við ólíkar aðstæður og á misjöfnu dýpi á hefðbundinni veiðislóð.  Engir erfiðleikar séu því samfara að vinna með hlerana í bröttum köntum og haldi þeir mjög jafnri hæð frá botni.

,,Fiskiríið er ekki minna en með botnhlerum og minna er um festur. Olíusparnaður reyndist vera á bilinu 12-15%. Álag á togvindur og annan búnað er mun minna en með notkun botnhlera og ekki tekur lengri tíma að afgreiða trollið en áður.

Heldur meira af togvír þarf að nota eða um þrefalt botndýpi,” segir á vef Síldarvinnslunnar. Skipstjórinn á Barða NK ætlar að halda áfram að nota flottrollshlerana.