föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Flugfiskurinn lækkar flugið

26. febrúar 2009 kl. 08:53

Mikill samdráttur hefur orðið í útflutningi á ferskum fiskafurðum, flugfiskinum svonefnda sem sendur er aðallega í flugi á markaði erlendis. Útflutningur á þessari verðmætu fiskafurð náði hámarki árið 2006, rúmum 23 þúsund tonnum fyrir tæpa 16 milljarða, en hefur nú dregist saman um 28% í magni á tveim árum, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Jafnframt hefur orðið sú breyting að stærri hluti af útflutningi á ferskum fiskarfurðum fer með flutningaskipum en dregið hefur úr því að senda fiskinn með flugi sem hann hlaut nafn sitt upphaflega af.

Sjá nánar ítarlega umfjöllun í Fiskifréttum.