sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Framtíð Alþjóðahvalveiðiráðsins tekin til endurskoðunar

27. júní 2008 kl. 16:10

Helsta ákvörðun sextugasta ársfundar Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem lauk í dag í Santiago í Chile, var að stofna vinnuhóp sem ætlað er að vinna að lausn þeirra grundvallarágreiningsmála sem hamlað hafa starfi ráðsins undanfarin ár.

Samkvæmt ákvörðun ráðsins er tilgangurinn með starfi vinnuhópsins sá að gera Alþjóðahvalveiðiráðinu kleift að „uppfylla hlutverk sitt varðandi vernd hvalastofna og stjórn hvalveiða.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.

Þar kemur fram að formaður Alþjóðahvalveiðiráðsins, dr. Bill Hogarth frá Bandaríkjunum, átti frumkvæði að því fyrir ári síðan að hefja ferli varðandi „framtíð Alþjóðahvalveiðiráðsins.“

Fram að þessum fundi hefur í þessu ferli nánast eingöngu verið fjallað um samskipti ríkja og praktísk mál varðandi fundi ráðsins. Í því sambandi voru nú m.a. mótaðar breytingartillögur á fundarsköpum Alþjóðahvalveiðiráðsins, segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Þá segir að ákvörðunin nú felur í sér að fram að næsta ársfundi verði öll áhersla lögð á að finna lausnir á hinum efnislegu þáttum ágreiningsins innan ráðsins.

„Djúpstæður ágreiningur hefur verið um grundvallaratriði, svo sem um hvort sjálfbærar hvalveiðar séu réttlætanlegar, og ljóst er að hópsins bíður erfitt verkefni. Ísland studdi tillögur formanns ráðsins um vinnufyrirkomulag og efnistök og mun taka þátt í starfi vinnuhópsins,“ segir í tilkynningunni.

„Til að vinna að framgangi þessa ferlis stilltu sendinefndir almennt málflutningi sínum í hóf, samanborið við undanfarin ár, framan af fundinum og lögðu ekki fram tillögur sem ljóst væri að ekki væri samstaða um innan ráðsins. Þannig voru að þessu sinni t.d. ekki lagðar fram tillögur um strandveiðar við Japan og ekki var farið fram á atkvæðagreiðslu varðandi tillögu um griðasvæði fyrir hvali í Suður-Atlantshafi.“

Þá kemur fram að það sem helst dró úr þessu bætta andrúmslofti innan Alþjóðahvalveiðiráðsins var að hópur ríkja lagðist gegn tillögu um veiðiheimildir á hnúfubak fyrir Grænland. Hefð er fyrir því að ráðið samþykki samhljóða tillögur um veiðiheimildir fyrir frumbyggja og er þessi stefnubreyting því eftirtektarverð.

Tillagan var felld á fundinum, en Grænland heldur þó þeim veiðiheimildum sem Alþjóðahvalveiðiráðið samþykkti fyrir ári síðan. Stefnubreyting þeirra ríkja sem nú voru andstæð grænlensku tillögunni orsakaði nokkuð harðar deilur, sem jafnvel geta haft neikvæð áhrif á starf vinnuhópsins um framtíð Alþjóðahvalveiðiráðsins.