mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Færeyingar veiddu 186 tonn við Ísland í ágúst

30. september 2008 kl. 10:46

Þrjú færeysk skip lönduðu afla sem veiddur var innan íslensku lögsögunnar í ágúst.

Alls voru þetta 186,2 tonn og var að venju mest af löngu í aflanum eða 70,3 tonn og keiluaflinn var 48,2 tonn. Þorskaflinn var 24,2 tonn og ýsuaflinn var 32,7 tonn.

Færeysk skip hafa það sem af er árinu landað 2.482 tonn af botnfiski þar af 480 tonn af þorski.

Eitt norskt skip landaði í síðasta mánuði afla úr íslenskri landhelgi. Alls voru þetta 196,2 tonn og var mest af keilu í aflanum eða 127,4 tonn. Norsk skip hafa það sem af er árinu veidd 520 tonn af botnfiski á árinu og 35.760 tonn af loðnu.

Nýjar töflur sem sýna skiptingu afla erlendra ríkja eftir tegundum er hægt að skoða á vef Fiskistofu, HÉR. (excel skjal)