sunnudagur, 16. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frosinn kvótaleigumarkaður: Mikil karfaveiði ein skýringin

29. maí 2009 kl. 12:00

Vandræðaástand ríkir á leigukvótamarkaðnum. Nánast ekkert framboð er á kvóta í aflamarkskerfinu og liggja viðskipti því svo að segja alveg niðri, að sögn Björns Jónssonar hjá kvótamiðlun LÍÚ.

,,Ein skýringin á þessu ástandi er sú að núna í ár er búið að veiða miklu meira af karfa en venja er og er karfakvótinn nánast uppurinn. Einnig hefur verið veitt töluvert meira af grálúðu,” segir Björn í samtali við Fiskifréttir. ,,Í fyrra notuðu menn mikið af karfa og einnig grálúðu til þess að búa til aðrar tegundir með tegundatilfærslu. Núna er það ekki hægt. Þá kann það að hafa einhver áhrif að búist er við minni úthlutun í ýsu á næsta fiskveiðiári og því vilja menn geyma sér eitthvað af ýsukvóta til næsta árs. Jafnframt ber að hafa í huga að rýmkaðar hafa verið heimildir til þess að flytja aflaheimildir milli ára og það gæti átt einhvern þátt í því að menn væru fastheldnari á sinn kvóta.”

Sjá nánar í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.