miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frystar botnfiskafurðir hafa lækkað í verði

4. desember 2008 kl. 10:35

Efnahagslægðin í Bretlandi segir til sín

Verð á frystum sjávarafurðum, einkum sjófrystum, á Bretlandsmarkaði hefur lækkað umtalsvert frá því í vor þótt þess verði ekki mikið vart þegar gengi íslenskur krónunnar er svo lágt sem raun ber vitni.

Frystar þorskafurðir hafa lækkað um 20% í erlendri mynt og fryst ýsa hefur lækkað um 20-25%, að því er Friðleifur Friðleifsson, framkvæmdastjóri Iceland Seafood Ltd. í Bretlandi, sagði í samtali við Fiskifréttir sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

„Þennan samdrátt má fyrst og fremst rekja til heimskreppunnar. Efnahagsástandið er mjög bágborið hér í Bretlandi. Allar tilraunir Gordons Brown til að hleypa nýju lífi í efnahaginn hafa meira eða minna mistekist. Vextir hafa verið lækkaði þrisvar sinnum á skömmum tíma. Þá hefur virðisaukaskattur verið lækkaður um tvö og hálft prósent. Þetta var gert til að örva verslun og viðskipti en fólk heldur enn að sér höndunum og bíður eftir því hverju fram vindur,“ sagði Friðleifur.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.