mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrsta hrefnan sumarsins veidd í Faxaflóa

27. maí 2009 kl. 10:47

Fyrsta hrefna sumarsins var veidd í Faxaflóa í gærkvöldi og þar með fyrsta hrefnan sem veidd er á skipið Jóhanna ÁR. Um var að ræða frekar stórann tarf eða um 8 metra langan.

Á vef hrefnuveiðimanna segir að mikið líf sé í flóanum og sérstaklega mikið af hnúfubak, hrefnu og höfrung. Skipverjar á Jóhönnu verði úti á miðunum í dag og reyni við annað dýr. Esja kjötvinnsla geri allt klárt í landi og því verði komið kjöt í verslanir fyrir helgi.