laugardagur, 17. nóvember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrsta sérhannaða ljósátuskip heims

Guðjón Guðmundsson
9. nóvember 2018 kl. 06:00

Antarctic Endurance heldur senn til Suðurskautslandsins á ljósátuveiðar. MYND/VARD

Heimilt að veiða 8,9 milljónir tonna á ári

Líftækni- og útgerðarfyrirtækið Aker Biomarine í Noregi hefur um árabil veitt ljósátu við Suðurskautslandið og framleitt meðal annars úr henni Omega 3 fitusýrur til manneldis. Nýlega samdi Aker Biomarine við Vard skipasmíðastöðina í Noregi um smíði á fullkomnu ljósátuskipi sem er sérstaklega hannað fyrir sjálfbærar veiðar á þessu hafsvæði.