þriðjudagur, 22. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrsti kolmunnafarmurinn til Fáskrúðsfjarðar

7. febrúar 2018 kl. 13:25

Østerbris við komuna til Fáskrúðsfjarðar. mynd/Óðinn Magnason

Fiskurinn mun vera vænn og var veiddur í landhelgi Skotlands.

Norska fjölveiðiskipið Østerbris kom að landi á Fáskrúðsfirði í gær með 2.250 tonn af kolmunna. Mun þetta vera fyrsti kolmunnaaflinn sem  landað er á Íslandi á þessu ári, segir í frétt á vef Loðnuvinnslunnar.

Fiskurinn mun vera vænn og var veiddur í landhelgi Skotlands, en Norðmenn eru með samning við Evrópusambandið um veiðar í skoskri lögsögu. Að sögn Tronds Østervold skipstjóra tók það um 36 tíma að ná þessum afla. Við tók svo 2 1/2 sólarhringa sigling á Fáskrúðsfjörð þar sem aflanum var landað.

Ítarlegt viðtal við skipstjórann um veiðarnar og útgerð skipsins má lesa hér á vef Loðnuvinnslunnar.

Reiknað er með að það muni taka um 24 klukkustundir að landa aflanum úr  Østerbris og þegar því er lokið fer skipið til loðnuveiða.