þriðjudagur, 22. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gamall kunningi til Neskaupstaðar

8. febrúar 2018 kl. 13:00

Gardar að landa kolmunna í Neskaupstað. MYND/SMÁRI GEIRSSON

Í morgun kom norska skipið Gardar með 1.800 tonn af kolmunna til Neskaupstaðar, en skipið hét áður Beitir og var þá í eigu Síldarvinnslunnar.

Gamall kunningi Norðfirðinga, norska skipið Beitir, kom í morgun með 1.800 tonn af kolmunna til Neskaupstaðar. Skipið hét áður Beitir og var í eigu Síldarvinnslunnar í þrjú ár, 2010 til 2013.

Síldarvinnslan greinir frá þessu á vef sínum.

Þar segir að skipstjórinn á Gardar, Jonny Tøkje, hafi sagt aflann hafa fengist vestur af Írlandi. Þar væri mikið magn af kolmunna: „Það var svo sannarlega mikið að sjá og það þurfti aldrei að leita. Þarna var mikið fiskirí. Það tók okkur 2 ½ sólarhring að sigla af miðunum til Neskaupstaðar,“ sagði Jonny.

Nú væri skipið komið til Íslands meðal annars vegna loðnuveiða, sem stefnt er á við landið á næstunni. Gardar er með 1.200 tonna loðnukvóta hér við land.

Nánar má lesa um ferðir Gardars á vef Síldarvinnslunnar.