fimmtudagur, 23. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Góð kolmunnaveiði í íslenskri lögsögu

3. ágúst 2018 kl. 13:44

Bjarni Ólafsson AK aflaði vel í júlí. Ljósm: Smári Geirsson

17.400 tonn til Síldarvinnslunnar

Góð kolmunnaveiði hefur verið í íslenskri lögsögu í júlí síðastliðnum, að því er sagt er frá á vef Síldarvinnslunnar á Neskaupstað. Alls bárust 17.400 tonn til Síldarvinnslunnar. Bjarni Ólafsson AK aflaði tæpum 6.400 tonna, Börkur NK 5.400 tonna, Beitir NK 3.300 tonna og önnur skip 2.300 tonna.

Bjarni Ólafsson AK kom með fullfermi til Neskaupstaðar alls fjórum sinnum í júlí. Að sögn Gísla Runólfssonar skipstjóra gekk veiðin framar vonum og  voru þeir að fylla í aðeins 5-6 holum. „Sumir vilja meina að við höfum verið heppnir en þetta snýst ekkert um heppni heldur lagni og þolinmæði,“ sagði Gísli.

Nú hafa skip Síldarvinnslunnar hins vegar gert hlé á kolmunnaveiðum og haldið til makrílveiða