fimmtudagur, 23. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Góð veiði í sumar

3. ágúst 2018 kl. 09:22

Höfrungur III AK

Höfrungur III AK, frystitogari HB Granda, hefur verið á veiðum á Vestfjarðarmiðum og veitt vel.

HB Grandi skýrir frá því að frystitogarinn Höfrungur III AK hafi verið að veiðum á Vestfjarðamiðum eftir millilöndun í Reykjavík í byrjun vikunnar. Að sögn Haraldar Árnasonar skipstjóra hafi verið góð veiði í allt sumar en eðlilega taki veiðiferðirnar mið af því hvaða tegundir sé hagkvæmast að veiða hverju sinni.

,,Við vorum með um 420 tonna afla upp úr sjó í þessari millilöndun. Mest var um ýsu en við vorum einnig með töluvert af gullkarfa og þorski,“ segir Haraldur. 

Haraldur segist áfram ætla að halda sig á ýsuslóð á Vestfjarðamiðum en hann segir marga bíða eftir því að ýsuhólf norður af Ströndum verði opnað fyrir veiðum 16. ágúst nk.