sunnudagur, 16. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gott útlit með norsk-íslenska síld og makríl

20. maí 2009 kl. 12:00

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson fann norsk-íslenska síld á stóru svæði í íslensku lögsögunni, Síldarsmugunni og Jan Mayen lögsögunni í leiðangri sem er nýlega lokið, að því er fram kemur í Fiskifréttum í dag. Einnig er ástæða til bjartsýni um að makríllinn gangi til Íslands í sumar en hins vegar hefur mjög lítið sést af kolmunna.

Sveinn Sveinbjörnsson leiðangursstjóri segir að svo virðist sem svipað magn af síld sé á ferðinni nú og í fyrra. Þá urðu leiðangursmenn varir við makríl norður af Færeyjum og á leiðinni til Íslands.

Kolmunnastofninn virðist hins vegar vera á undanhaldi. Enginn kolmunni fannst í íslensku lögsögunni og leiðangursstjóri norska rannsóknaskipsins, sem leitað hefur austar í hafinu, sagðist aldrei hafa séð eins lítið af kolmunna og nú. 

Sjá nánar viðtal við Svein Sveinbjörnsson í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.