sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Góður afli á svæðum sem verið var að opna fyrir veiðum

15. október 2008 kl. 13:54

Frystitogarinn Þerney RE kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun eftir 31 dags veiðiferð á Vestfjarðamið.

Aflinn var mest karfi en alls námu frystar afurðir í veiðiferðinni um 410 tonnum.

Aflaverðmætið er áætlað um 150 milljónir króna miðað við gengisskráningu Seðlabankans nú í byrjun vikunnar.

Ægir Fransson var skipstjóri í veiðiferðinni og að hans sögn einkenndist hún af því að aðallega var verið að veiðum á svæðum sem verið var að opna að nýju eftir langt hlé.

,,Það var t.d. verið að opna karfahólf út af Víkurálnum, sem lokað hefur verið fyrir veiðum um árabil, og þar fengum við mjög góða karfaveiði. Aflinn var um tvö tonn á togtímann til að byrja með og allt var þetta stór og fallega rauður djúpkarfi sem hentar einstaklega fyrir Japansmarkaðinn. Aflinn fór reyndar niður í um eitt tonn á togtímann en aflabrögðin þarna smellpössuðu fyrir vinnsluna. 25 til 30 tonn á sólarhring er mjög fínn afli fyrir okkur,“ segir Ægir í frétt á heimasíðu HB Granda.

Flest allir íslensku frystitogararnir, sem á annað borð sækja í karfann, voru að veiðum á svæðinu.

Að sögn Ægis er ástæðan fyrir því að veiðar hafa verið heimilaðar að nýju innan nokkurra reglugerðarhólfa á Vestfjarðamiðum sú að hitastig sjávar hefur hækkað og smáfiskurinn, sem áður var algengur á þessum slóðum, hefur fært sig annað.

 ,,Annað lokað hólf til fjölda ára, sem er á Hornbankanum, hefur verið opnað í áföngum og þar fengum við ágæta ufsa- og ýsuveiði. Þetta er mjög jákvæð þróun og opnun þessara hólfa léttir á álaginu á þeim svæðum, sem við höfum mest verið að veiðum á að undanförnu, og dreifir sóknarþunganum,“ segir Ægir á heimasíðu HB Granda, en hann getur þess að tíðarfarið í veiðiferðinni hafi verið rysjótt, tíðar brælur og lítil hlé þess á milli.