mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Grásleppuvertíðin hafin - veitir 600 sjómönnum atvinnu

11. mars 2009 kl. 08:45

áætlað að 260 bátar muni stunda veiðarnar

Á fjórða tug grásleppubáta,allt frá Siglufirði að Vopnafirði, lögðu netin í gærmorgun í blíðskaparveðri. Mikill hugur er í veiðimönnum sem líta meðtöluverðri bjartsýni til vertíðarinnar, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda. 

Áætlanir gera ráð fyrir að 260 bátar stundi veiðarnar í ár og vertíðin veiti um 600 sjómönnum atvinnu. 

Krafa veiðimanna nú er að greiddar verði 650 evrur fyrir hverja tunnu af söltuðum grásleppuhrognum. Gangi það eftir verður aflaverðmæti þeirra 8000 tunna sem ætlunin er að veiða um 700 milljónir.

Síðan segir á vef LS:

,,Á síðasta ári tókst að takmarka veiðina sem leiddi til mikillar eftirspurnar í lok vertíðar.   Við slíkar aðstæður hefst veiðitímabilið nú, flesta framleiðendur grásleppukavíars þyrstir í hrogn.  Því er það undrunarefni að samningar um verð og veiðimagn, hafa ekki enn náðst við alla þá sem hófu veiðar í gær.  Það er brýnt að slíkri óvissu verði eitt sem fyrst, þar sem staða markaðarins gefur tilefni til áframhaldandi verðmætaaukningar til hagsbóta fyrir þá sem atvinnu hafa af veiðum og vinnslu grásleppu og grásleppuhrogna.”