sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæti þurft 1875 vottorð vegna útflutnings á fimm tonnum af fiski til ESB

4. desember 2009 kl. 15:22

Norskir útflytjendur standa nú frammi fyrir því að útflutningur á óverulegu magni af fiski getur kallað á gríðarlegt flóð vottorða vegna hertra reglna Evrópusambandsins til þess að stemma stigu við ólöglegum fiskveiðum. Reglugerð þar að lútandi tekur gildi þann 1. janúar næstkomandi. Eftir breytinguna eru dæmi um að framvísa gæti þurft 1875 upprunavottorðum vegna útflutnings fimm tonna af blönduðum fiski frá Noregi til kaupanda í Þýskalandi.

Þetta kemur fram í frétt vefmiðilsins IntraFish í morgun, þar sem rætt er við þá Matthias Keller, framkvæmdastjóra samtaka fiskvinnslustöðva í Þýskalandi og Jurgen Meinert, framkvæmdastjóra samtaka framleiðenda sjávarafurða í Noregi. Meinert segir breytingarnar kalla á „pappírsflóð" og Keller segir það orðið augljóst að ógerningur sé að uppfylla þær kröfur sem ætlað er að ná fram með breytingunum.

Þeir setja fram dæmi í fréttinni um kaupanda í Þýskalandi sem kaupir blöndu fimm fisktegunda (þorsk, ýsu, ufsa, karfa og skötusel) af fimm útflytjendum í Noregi - eitt tonn frá hverjum - en þeir aftur kaupa fiskinn frá fimm mismunandi framleiðendum. Til þess að uppfylla öll skilyrði um innflutning til ESB þarf 1875 upprunavottorð (Catch Certificates) með þessum fimm tonnum af fiski.

Öll vottorðin þarf að prenta út, stimpla og undirrita áður en skanna þarf þau inn og senda með tölvupósti til kaupandans. Hann þarf síðan að prenta vottorðin 1875 út að nýju, stimpla þau og undirrita áður en hann skannar þau inn aftur og sendir þar til bærum eftirlitsaðila í Þýskalandi með tölvupósti. Þar verða skjölin prentuð út í þriðja sinn, stimpluð og undirrituð.

Samkvæmt tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu í dag hafa íslensk stjórnvöld óskað eftir upplýsingum frá framkvæmdastjórn ESB um um hvernig framkvæmd umræddrar reglugerðar ESB, nr. 1005/2008 um varnir gegn ólöglegum veiðum, verður háttað í aðildarríkjum sambandsins

Skýrt er frá þessu á vef LÍÚ.