föstudagur, 22. mars 2019
 

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi

Leggja til fullgildingu samnings um Norður-íshafið

Samningurinn var undirritaður hinn 3. október 2018 í Ilulissat á Grænlandi. Auk Íslands var samningurinn undirritaður af Bandaríkjunum, Danmörku f.h. Grænlands, Japan, Kanada, Kína, Noregi, Rússlandi og Suður-Kóreu auk ESB.

Grænlendingar virðast sáttir við hærri veiðigjöld

Tekjur Grænlands af veiðigjöldum hækka mikið með nýju kerfi. Grænlensk útgerðarfyrirtæki greiddu samtals jafnvirði 7,3 milljarða íslenskra króna í veiðigjöld á síðasta ári.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Gullár í norsku laxeldi

2. september 2009 kl. 12:01

Ævintýralegur uppgangur í norsku laxeldi virðist engan enda ætla að taka. Gert er ráð fyrir að slátrað verði 840 þúsund tonnum af norskum eldislaxi á þessu ári sem er 11% aukning frá árinu á undan. Til samanburðar má nefna að úthlutaður kvóti í íslenskri lögsögu á nýbyrjuðu fiskveiðiári er 260 þúsund tonn í þorskígildum talið.

Horfur í norsku laxeldi hafa aldrei verið betri. Aukin eftirspurn stafar ekki síst af því að sjúkdómar hafa herjað á laxeldi í Chile sem leitt hefur til hruns í framleiðslunni, en landið er afar stór útflytjandi á laxaafurðum.

Þá hefur veiking norsku krónunnar gagnvart dollar og evru einnig hjálpað norskum eldismönnum. Verð á laxaafurðum til Evrópusambandsins hefur hækkað um 39% mælt í norskum krónum og um 23% mælt í evrum. Fyrstu sjö mánuði þessa árs varð 25% verðhækkun að meðaltali á norskum eldislaxi en magnaukning í útflutningi var 3% á sama tíma. Sjávarútvegsvefurinn IntraFish skýrir frá þessu.