sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Hafrannsóknaskipin fara til loðnuleitar

21. janúar 2009 kl. 09:50

Á fundi sem útgerðarmenn loðnuskipa héldu með Hafrannsóknarstofnun var ákveðið að næstu skref í loðnuleit á þessum vetri yrðu þau að Árni Friðriksson RE færi sem fyrst austur fyrir land og að Bjarni Sæmundsson RE fari vestur fyrir land um næstu mánaðamót og leiti þar.

Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarveiðisviðs HB Granda, sem sat fundinn, er hugmyndin sú að Árni Friðriksson RE fari suður fyrir loðnugönguna og taki mælingu norður með Austfjörðum og vestur með Norðausturlandi eða á því svæði sem loðnu verður vart.

,,Það kom fram á fundinum að mæling fiskiskipanna fjögurra, sem tóku þátt í loðnuleitinni á dögunum, hefði í raun verið 214 þúsund tonn og Árna Friðriksson RE hefði náð mælingu upp á um 170 þúsund tonn. Þetta er umtalsvert meira magn en tókst að mæla á Árna Friðrikssyni RE á sömu slóðum og á sama tíma í fyrra en sú mæling var upp á 70 til 80 þúsund tonn,“ segir Vilhjálmur í samtali á heimasíðu HB Granda.

Að sögn Vilhjálms var einnig greint frá því á fundinum að vel yrði fylgst með íslensku sumargotssíldinni fram yfir hrygningu. Dröfn RE er farin til stofnmælinga og einnig verður fylgst með þróun sýkingarinnar í síldinni sem fyrst varð vart í byrjun desember sl.