miðvikudagur, 20. febrúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hafró flytur í Hafnarfjörðinn

9. febrúar 2018 kl. 13:47

Samningurinn undirritaður. MYND/HAFRÓ

Samningur um nýtt húsnæði Hafrannsóknarstofnunar var undirritaður í gær. Húsið verður reist að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði og á að afhendast stofnuninni eftir 15 mánuði.

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Jón Rúnar Halldórsson, eignarhaldsfélaginu Fornubúðum ehf., undirrituðu í gær samningu um nýtt húsnæði Hafrannsóknastofnunar.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hafrannsóknarstofnunar, hafogvatn.is. Þar kemur einnig fram að húsiði mun rísa að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. Og samkvæmt samningnum verði húsið afhent stofnuninni 15 mánuðum frá undirritun. 

„Með nýju húsi mun starfsemi Hafrannsóknastofnunar á höfuðborgarsvæðinu færast á einn stað en í dag eru höfuðstöðvar stofnunarinnar að Skúlagötu 4 en geymslur og skemmur við Grandagarð,“ segir á vef Hafró. „Þá munu rannsóknaskip stofnunarinnar fá lægi við nýjan hafnargarð sem Hafnarfjarðarhöfn mun reisa fyrir framan húsið og undirrituðu Sigurður Guðjónsson og Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri í Hafnarfirði, samning þess efnis við sama tækifæri.“