miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hafró ætlar að mæla stofna makríls og gulldeplu

6. febrúar 2009 kl. 09:44

Stofnmæling á makríl og rannsóknir á hrygningarþorski við Austur-Grænland eru meðal nýmæla í rannsóknaáætlun Hafrannsóknastofnunar, að því er Jóhann Sigurjónsson, forstjóri stofnunarinnar, sagði í samtali við nýjustu Fiskifréttir. Einnig er fyrirhugað að mæla stofn gulldeplu.

Skipaáætlun Hafrannsóknastofnunar fyrir árið 2009 hefur verið birt og þar er að finna helstu áherslur stofnunarinnar í rannsóknum á árinu. Jóhann segir að úthaldsdagar rannsóknaskipa Hafró verði heldur fleiri í ár en í fyrra. Fyrir utan hefðbundin árleg verkefni má meðal annars nefna rannsóknir á Drekasvæði og bergmálsmælingar á úthafskarfa.

Sjá nánar viðtal við Jóhann Sigurjónsson í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.