mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hákon EA að síldveiðum í norsku lögsögunni

15. september 2008 kl. 12:58

Hákon EA er kominn á síldveiðar í norsku lögsögunni en þar hafa íslensk skip leyfi til að veiða 41 þúsund tonn.

Á bloggsíðu áhafnarinnar á Hákoni segir að þeir hafi kastað í fyrradag og fengið 150 tonn og svo híft annað eins í gærmorgun.

Fram kemur að síldin sé 250-270 grömm að þyngd eða smærri en sú síld sem þeir hafi veitt fyrr í sumar úr norsk-íslenska stofninum.