sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

HB Grandi búinn með síldarkvóta sinn í norsku lögsögunni

18. nóvember 2008 kl. 09:38

Ingunn AK er nú á leiðinni til Trænö í Norður-Noregi með um 390 tonna síldarafla.

Aflinn fékkst í norskri lögsögu nú um helgina og þar með hafa skip HB Granda náð að veiða síldarkvóta félagsins í lögsögunni á þessu ári, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins.   Ingunn AK fór frá Væröy í Norður-Noregi sl. föstudag eftir að lokið var við að landa um 850 tonnum af síld úr skipinu. Stefnan var tekin á miðin að nýju og tók það ekki langan tíma að ná þeim tæplega 400 tonnum sem eftir stóðu af heildarkvóta skipa HB Granda í norsku lögsögunni.

Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda, verður Ingunni AK siglt heim eftir að búið verður að landa úr skipinu í Trænö. HB Grandi á reyndar óveiddan kvóta úr norsk-íslenska síldarstofninum en lítil von er talin til þess að hitta á síld í veiðanlegu magni utan norsku lögsögunnar.

Af öðrum síldveiðiskipum félagsins er það að segja að lokið var við að vinna rúmlega 800 tonna afla úr Faxa RE á Vopnafirði í nótt og var aflinn unninn í flök og flapsa. Lundey NS er svo væntanleg til Vopnafjarðar í kvöld með um 800 tonn af síld sem fengust í Kiðeyjarsundi á Breiðafirði í gær.