mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

HB Grandi: Ný og fullkomin flæðilína tekin í notkun

20. janúar 2010 kl. 16:31

Ný og fullkomin flæðilína hefur verið tekin í notkun í fiskiðjuveri HB Granda í Norðurgarði. Nýja flæðilínan er frá Marel og nema fjárfestingar vegna kaupa á búnaði og nauðsynlegum breytingum og endurbótum vegna uppsetningar línunnar um 200 milljónum króna, því er fram kemur á heimasíðu HB Granda.

Nýja flæðilínan kemur í stað 13 ára gamallar línu frá Marel. Um er að ræða 24-stæða snyrtilínu, auk nýrrar tveggja brauta bitaskurðarvélar, sem bætist við þær þrjár sem fyrir eru. Verður hægt að auka afköst í bitaskurði til muna við þessa viðbót. Einnig hafa verið settar upp fjórar QC M6000 gæðaskoðunarstöðvar sem munu gera gæðaeftirlit rafrænt og auðvelda allt aðgengi að gæðaskráningum.

Fjöldi starfmanna HB Granda hefur verið á námskeiðum hjá Marel til að geta nýtt sér þá möguleika sem flæðilínan bíður upp á til bættrar framleiðslu- og gæðastýringar.

Sjá nánar á vef HB Granda, HÉR