sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

HB Grandi veiddi 6.800 tonn af úthafskarfa

23. september 2009 kl. 13:58

HB Grandi var með fjögur skip á úthafskarfaveiðum í sumar og nam afli þeirra samtals 6.800 tonn. Að þessu sinni voru veiðarnar stundaðar fram að mánaðamótum júlí og ágúst sem er lengra fram á sumarið en undanfarin ár.  Var mikil ánægja með það hvernig úthafskarfaveiðarnar þróuðust.

,,Væntingar voru ekki mjög miklar að þessu sinni vegna þess að vertíðin í fyrra var ákaflega döpur, svo ekki sé meira sagt. Undanfarin ár hefur karfinn úti á Reykjaneshryggnum gefið sig til frá því í byrjun maí og yfirleitt hefur veiðin ekki staðið lengur en fram í fyrstu vikuna í júlí,” segir Birkir Hrannar Hjálmarsson, rekstrarstjóri togara HB Granda í viðtal á heimasíðu fyrirtækisins.

Sjá nánar viðtal á vef HB Granda, HÉR