föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Helmingur steinbítskvóta krókabáta óveiddur

8. maí 2008 kl. 18:05

Um 3.000 tonn er óveidd af 11.300 tonna steinbítskvóta á þessu fiskveiðiári, samkvæmt tölum Fiskistofu. Aflamarksskipin eru langt komin með steinbítskvóta sinn en krókabátarnir eiga helminginn óveiddan af sinni úthlutun.

Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum. Kvóti aflamarksskipanna er 7.000 tonn og eru aðeins 800 tonn óveidd af úthlutuninni. Krókaaflamarksbátarnir fengu úthlutað 4.300 tonnum og eiga helming kvótans síns óveiddan.

Í samtali við Sigurð Viggósson framkvæmdastjóra Odda hf. á Patreksfirði kemur m.a. fram að það sé liðin tíð að 70-80% af steinbítsaflanum komi á land í mars og apríl. Nú dreifist steinbítsveiðarnar yfir mun lengra tímabil sem skapi meiri hagræðingu og stuðli að hærra markaðsverði.

Sjá nánar viðtal við Sigurð í nýjustu Fiskifréttum.