fimmtudagur, 23. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hinn venjulegi sjómaður með 2.500 kall á tímann

28. október 2016 kl. 10:06

Valmundur Valmundsson. (Mynd: HAG)

Formaður Sjómannasambandsins gerir athugasemd við yfirlýsingu Samherja.

Á Facebook-síðu Fiskifrétta hafa margir brugðist við fréttinni frá Samherja um launakjör háseta og vélstjóra á skipum fyrirtækisins. Þar er bent m.a. á að launakjör á Samherjaskipunum endurspegli ekki almenn laun á fiskiskipaflotanum. 

Einn þeirra sem leggur orð í belg er Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands. Athugasemd hans er eftirfarandi:

„Ef við tökum meðaltalið þá er hinn venjulegi sjómaður með um 2500 kall á tímann þegar hann er á sjó og takið eftir þetta er meðaltalið. Vinnur lágmark 12 tíma plús frívaktir á dag plús að vera að heiman frá fjölskyldu og vinum. Þessi venjulegi sjómaður fær kr. 4900 á mánuði í fatapeninga sem teknir eru skattar af. Fyrir þennan pening getur sjóarinn keypt sér að hámarki tvö vettlingapör á mánuði. Nettenging er hvergi dýrari en á sjó nema á tunglinu. Enginn fær netamannshlut á nýjustu uppsjávarskipunum þó það sé gulls ígildi fyrir útgerðina að hafa góða netamenn á þeim veiðiskap. Mér finnst líka vanta í pistil forstjórans góða lausráðningarsamninga sjómanna og af hverju þeir eru gerðir hjá útgerðum sem starfa allt árið um kring,“ segir Valmundur.